Sony Xperia E1 - Almennar myndavélarstillingar

background image

Almennar myndavélarstillingar

Yfirlit yfir tökustillingar

Öflugri sjálfvirkni

Hagræddu stillingunum þínum eftir umhverfi.

Handvirkt

Breyttu stillingum myndavélarinnar handvirkt.

Bakgrunnur úr fókus

Hafðu bakgrunninn á myndunum þínum úr fókus svo viðfangsefnið virki skýrara.

AR áhrif

Taktu myndir með viðbættu umhverfi og persónum.

Skapandi áhrif

Bættu áhrifum við myndir eða myndskeið.

Timeshift burst

Finndu bestu myndina í röð mynda.

71

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Social live

Sendu myndskeið út beint á Facebook™.

Víðmynd

Notaðu þessa stillingu til að taka gleiðhyrndar víðmyndir. Pikkaðu bara á skjáinn og færðu

myndavélina stöðugt til hliðar.

Breyta andlitsmynd

Taktu myndir með rauntímastílhrifum.

Info-eye™

Info-eye™ forritið hjálpar þér að leita að upplýsingum um hluti umhverfis þig með því að

nota myndglugga myndavélarinnar. Til dæmis, getur þú tekið mynd af kennileiti og fengið

upplýsingar um það strax á skjánum. Eða þú getur tekið mynd af bók eða skannað QR

code og fengið strax upplýsingar um forsöguna.

Info-eye™ ber einungis kennsl á þekkt valið kennileit eða þekkta hluti.

AR áhrif

Þú getur sett AR (aukinn raunveruleika) áhrif á myndirnar þínar til að gera þær

skemmtilegri. Þessi stilling gerir þér kleift að fella 3D umhverfi inn í myndirnar þínar þegar

þú tekur þær. Veldu aðeins umhverfið sem þú vilt stilla stöðu þess í myndglugganum.

Timeshift burst

Myndavélin tekur myndaröð af 61 myndum í glugga af tveim sekúndum – einni sekúndu

áður og eftir að þú ýtir á myndavélartakkann. Svo þú getir farið aftur og fundið fulkomnu

myndina.

Timeshift burst notuð

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Pikkaðu á , veldu síðan .

3

Ýttu myndavélartakkanum alveg niður og slepptu honum síðan til að taka myndir.

Myndirnar sem eru teknar birtast á smámyndaskjánum.

4

Flettu í gegnum smámyndirnar og veldu myndina sem þú vilt vista, pikkaður síðan

á .

Social live

Social live er myndavél sem tekur myndir af stillingum sem leyfa þér að senda myndskeið

beint á Facebook™ síðuna þína. Þú þarft að hafa virka internettengingu og skráð(ur) inn á

Facebook™. Myndskeið geta verið allt að 10 mínútna löng.

Til að dreifa myndskeiði með Social live

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Pikkaðu á , veldu síðan .

3

Skráðu þig inn á Facebook™ reikning.

4

Pikkaðu á til að hefja dreifingu.

5

Til að taka mynd meðan á dreifingu stendur pikkarðu á .

6

Til að hætta dreifingu pikkarðu á .

Flýtiræsing

Notaðu flýtiræsingarstillingar til að ræsa myndavélina þegar skjárinn er læstur.

Einungis ræsa

Þegar þú dregur upp er aðalmyndavélin ræst úr svefnstillingu.

Ræsa og smella af

Þegar þú dregur upp er ljósmyndavélin ræst úr svefnstillingu og þú tekur mynd.

Ræsa og taka upp myndskeið

Þegar þú dregur upp er myndupptökuvélin ræst úr svefnstillingu og upptaka hefst.

72

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Slökkt

Hnitamerking

Merktu myndir með upplýsingum um hvar þær voru teknar.

Snertimyndataka

Finndu fókussvæði og snertu svo myndavélarskjáinn með fingrinum. Myndin er tekin um

leið og þú tekur fingurinn af.

Lokarahljóð

Veldu að kveikja eða slökkva á lokarahljóði þegar þú tekur upp myndskeið.

Gagnageymsla

Þú getur valið að vista gögnin þín annað hvort á færanlegt SD-kort eða yfir í innri geymslu

tækisins.

Innri geymsla

Myndir eða myndskeið eru vistuð á minni tækisins.

SD-kort

Myndir eða myndskeið eru vistuð á SD-kort.

Hvítjöfnun

Stillir litajafnvægið í samræmi við birtuskilyrðin. Táknið fyrir hvítjöfnunarstillinguna er

tiltækt á myndavélarskjánum.

Sjálfvirk

Stillir litajafnvægið sjálfkrafa til að passa við birtuskilyrðin.

Ljósapera

Stillir litajafnvægi fyrir hlýja birtu, eins og í lýsingu frá ljósaperum.

Flúrljós

Stillir litajafnvægið að flúrlýsingu.

Dagsbirta

Stillir litajafnvægið fyrir sólskin utandyra.

Skýjað

Stillir litajafnvægið að skýjuðu veðri.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni

Handvirkt .